Suðurlandsvegi lokað

Í þriggja bíla árekstrinum á Suðurlandsvegi á fimmtudaginn var það hann Simmi minn sem var í einum af þessum bílum. Hann var á leið í höfuðborgina til þess að skipta um hljóðkút á bílnum því til stóð að hann færi í skoðun eftir hádegið. Til þess kom aldrei. Apríl 08 011

Það er í lagi með hann Simma minn. Hann er hvorki brotinn, beyglaður eða dældaður en jeppinn er þannig. Fólkið í hinum bílunum slasaðist lítillega, að því við best vitum. Lítillega í fréttum getur samt verið allmikið. Þetta hefði getað farið miklu verr ef hann Simmi væri ekki svona fljótur að hugsa. Hann var á eftir fólksbílnum sem fékk annan bíl  framan á sig, sá rann til í mikilli hálku, en Simmi beygði útaf til þess að lenda ekki á bílunum. Hann sá að hann næði ekki að stoppa í tæka tíð vegna hálkunnar og gæti lent á bílunum en beygði útaf til þess að forðast það. Sjúkraflutningamaður sem kom þarna sagði við hann að það væri engin spurning um það að hann hefði bjargað mannslífum með þessu.

Þessi orð mannsins gera það að verkun að okkur er skítsama um jeppann. Það dó enginn.

Við vitum ekkert enn hvort verður gert við hann eða hvort við fáum hann bættan.

Það kemur bara í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er stórundarlegt, hann simmi þarf engan hljóðkút. þannig að þetta hefur verið fíluferð fráupphafi?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.4.2008 kl. 21:17

2 identicon

sæl gunna, þú þurftir hvort sem er að endurnýja bílinn. kær kveðja. gamall nemandi

Knútur Trausti (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband