Styttingur

Það var spurt hvað styttingur væri í spurningaþættinum Útsvari á föstudaginn. Ekki fékkst svar við þeirri spurningu.

Í minni familíu hefur orðið styttingur verið notað um ost eins lengi og við Simmi minn höfum búið saman. Það var einhvern tímann í tilhugalífinu sem ég komst að því að ostur hefði þetta nafn. Simmi minn hafði lært þetta á sjónum. Hann byrjaði afar ungur til  sjós og þurfti marga eldraunina að há áður en hann náði því að teljast fullorðinn. Bara þessi nafngift á matartegundinni ostur hafði mikil áhrif á hann.

Hann Simmi minn borðar ekki ost og fyrstu hélt ég að það væri liður í matvendninni að hann borðaði ekki ost en hann var með afbrigðum matvandur þegar ég kynntist honum.

Einn daginn, á fyrstu hjúskaparárunum, spurði ég hann af hverju í ósköpunum hann borðaði ekki ost og þá kom skýringin: “Þegar maður borðar ost þá styttist á manni tillinn.”

Ég hef sýnt þessari kenningu mikla tillitssemi alla tíð síðan og aldrei reynt að koma ofan í hann osti.

Það var svo með breyttri matarmenningu sem hann fór að borða smávegis af osti en það var þegar það fattaðist að það mátti bræða þessa frábæru matartegund. Þannig að hann borðar ost með pitsum og heitum réttum bökuðum í ofni.

En þrátt fyrir það hef ég ekki tekið eftir neinni breytingu á þessum ofur viðkvæma líkamshluta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Almáttugur.

Ég hafdi ekki hugmynd um tetta og núna er ábyggilega of seint ad gera nokkud i thessu.

jeeezzz

Bardur (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 14:41

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Svona er að hafa aldrei migið í saltan sjó, karlinn minn!

Guðrún S Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 16:57

3 Smámynd: www.zordis.com

Alveg sé ég ykkur í anda!  Frábær útskýring og orðið styttingur er þrælflott!  Maðurinn minn borðar ekki osta svo ég ætti kanski að spyrja hvort það sé bara vonda bragðið eða hvort hann og Simmi séu í samkrulli.  Bráðinn Mozarella ostur gengur líka upp!

Bestu kveðjur til þín kæra Gunna!

www.zordis.com, 2.11.2007 kl. 18:08

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég er nú ekki viss um að þessi lygasaga af ostinum sé bundin við sjómenn. Mér finnst ég muna eftir þessu löngu áður en ég fór til sjós...

En sagan er góð og verður ekki verri við að Simminn skyldi í sakleysi sínu trúa henni....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.11.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband