27.10.2007 | 12:08
Hjartasjúklingur
Í dag hefst nýr kafli í lífi mínu. Hér eftir er ég hjartasjúklingur.
Í sneiðmyndatökunni sem ég fór í um daginn, kom í ljós að ég er með byrjun á þrengingum í kransæðum og vegna þess að kólesterólið er allt of hátt hjá mér þarf ég að taka inn kólesteróllækkandi lyf og þegar maður hefur einu sinni byrjað á því er ekki aftur snúið.
Ég er hjartasjúklingur. Það er einkennilegt að segja þetta en ég mátti alveg búast við þessu þar sem krænsæðasjúkdómur liggur í ættinni. Ég var bara heppin að fara svona fljótt í að láta skoða mig. Enda var ekki eftir neinu að bíða þar sem mamma greindist 53 ára með þennan sjúkdóm. Ég er orðin aðeins eldri.
Ég segi að í dag hefjist nýr kafli í lífi mínu vegna þess að í morgun tók ég inn lyfin í fyrsta skipti. Það er líka eina breytingin sem ég ætla að hafa. Ég held áfram í því lífsmynstri sem ég er í.
Það er bara þetta með pillurnar. Dálítið pirrandi af því ég er ekki pillukerling. En það verður bara að bíta það súra enni.... eins og kerlingin sagði.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þetta venst.
Gangi þér allt í haginn.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.10.2007 kl. 12:34
Elsku kerlingin mín,- gott að þetta kom í ljós og þú verður bara að venja þig á þessa pillu eins og margar konur venja sig á eina P-pillu á dag.
Knús og kossar
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 27.10.2007 kl. 12:44
Helv....vesen!
En verðum við ekki bara að leika Pollýönnu...þetta gæti verið verra! Gangi þér vel í nýja kaflanum Gunna mín og lifðu allra kerlinga lengst
Sigþrúður Harðardóttir, 28.10.2007 kl. 21:53
Þetta venst og ég venst þessu , engin hætta á öðru, því ég er ágætis Pollýanna.
Í alvöru, þá veit ég fyrir víst að margt verra gæti komið fyrir. Ég er sko ekki aldeilis dauð úr öllum...... enn!
Guðrún S Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.