Fjallaferð

Fjallajeppinn, sem ég hef átt í tvö ár, er mestmegnis ekinn á þjóðvegi númer 1. Hann fer alla vega sjaldan af malbikinu. Stundum er ég spurð að því af hverju ég eigi svona bíl og ég svara því oftast til að ég sé að fara í fjallaferð. Eða öllu heldur að mig langi í fjallaferð. Kirkjubæjarklaustur 2007 006

Loksins varð af því um helgina. Við reistum Sólbrekku á Kirkjubæjarklaustri og fórum svo í fjallaferð á laugardag með nesti í farteskinu. Við keyrðum alla leið að Laka. Það var ágætis vegur þangað, þannig séð, en fólksbílar hefðu ekki keyrt yfir árnar sem þurfti að fara yfir. Ég var alveg hissa hve mikil umferð var þarna. Við hittum þjóðgarðsvörð við Laka og hann benti okkur á að keyra aðra leið til baka. Sú leið var merkt á korti sem slóði en reyndist eiginlega betri en hin og ekki síður falleg. Þrátt fyrir mikla umferð þá kemst maður ekki hjá að "heyra" þögnina sem ríkir þarna í óbyggðum. Kirkjubæjarklaustur 2007 007

Ferðin tók fjóra og hálfan klukkutíma. Mér fannst þessum tíma vel varið og vona að þetta sé bara byrjunin á að skoða óbyggðir Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Þetta er ótrúlega tilkomumikið landssvæði og slík svæði eigum við mörg. Ég er uppnumin yfir fegurð lands míns, ekki síst þegar ég hef verið með tvenn sett af útlendingum í heimsókn og þeir halda ekki vatni yfir landinu okkar. Þá verður maður stoltur og glaður...

Sigþrúður Harðardóttir, 24.7.2007 kl. 11:46

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

...og séra Baldur klukkaði þig

Sigþrúður Harðardóttir, 24.7.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband