19.7.2007 | 16:35
Elsta barnabarnið
Í dag eru 14 ár síðan ég varð amma. Karl Kolbeinn á afmæli í dag. Töffarinn sá.
Hann hefur verið kallaður ýmsum nöfnum gegnum tíðina. Afi hans kallar hann ýmist höfðingja, jaxl eða kappa. Ég notaði Kobbalingur hér áður fyrr og ömmuljós.
Einhverju sinni, þegar hann var lítill, líklega fjögurra ára, og ég var að tala um að hann væri ljósið hennar ömmu spurði hann hvort hann væri þá augasteinninn hans afa. Enginn vissi hvar hann hafði lært þetta orð.
Þegar Nanna fæddist var hann sjö ára. Þá vildi hann afsala sér ömmuljósartitlinum og sagði að nú væri Nanna ömmuljósið. Ég hélt að ég gæti alveg átt tvö ömmuljós en eitthvað fannst honum það ekki nógu gott. "Hvað viltu þá vera," spurði ég.
Hann var fljótur að svara: "Harðfiskurinn þinn."
Hann hefur verið spenntur fyrir því að bera hæð sína saman við afa og eru þeir alltaf öðru hverju mældir með því að setja stóra bók á kollana á þeim. Á sunnudaginn hallaði bókin ekki í fyrsta skipti.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 23.7.2007 kl. 19:23 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki kallinn bara farinn að minnka á þann veginn líka? Rakst á hann í vikunni og hann er að verða að engu á þverveginn.... Hinsvegar er náttúrulega mikið af hávöxnu og myndarlegu fólki í okkar ætt svo....?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.7.2007 kl. 19:24
Já, Haddi minn, ég vildi gjarnan eigna mér og okkar ætt allan myndarskapinn, en þegar fólk segir við mig að Kobbalingur sé eins og snýttur út úr nösunum á pabba sínum og Kalli sé eins og snýttur út úr nösunum á pabba sínum, þá verð ég kjaftstopp...
Guðrún S Sigurðardóttir, 23.7.2007 kl. 23:31
Já ég veit, þú verður undir þar líklega, en þú verður þá að halda þig við þetta með líkamsburðina...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.7.2007 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.