Í morgunsárið

"Mikið ertu falleg ástin mín,"  var hvíslað í eyrað á mér, snemma í morgun, um leið og heitar og sterkar hendur tóku utan um mig, nartað nautnalega í eyrnasnepilinn og leitandi vörum strokið eftir andlitinu á mér.

Mér hvellbrá. Ég hef átt svefnherbergið á þessum tíma dagsins fyrir mig eina síðan ég komst í sumarfrí og átti ekki von á þessu. Rétt áður en ég brjálaðist úr skelfingu varð mér ljóst að þarna var kominn maðurinn sem ég skúra hjá. Kominn heim og kominn í sumarfrí.

Framundan eru sæludagar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í smástund hélt ég að Ellý Ármanns hefði yfirtekið bloggið þitt.

Til hamingju með að vera búin að fá "kallinn" í sumarfrí.

Magnþóra (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 11:30

2 identicon

En skemmtilegt ! Aldrei að vita nema við hittumst á förnum vegi, því einmitt í dag er ég að vinna síðasta vinnudaginn í bili og byrja ekki aftur fyrr en 20. ágúst ! Og aldrei slíku vant þá verður "minn" í fríi líka þannig að það er bara bjart framundan !!   

Eygló Lilja (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 13:57

3 identicon

Vá mig rak í rogastans þegar ég las fyrstur málsgreinina...var orðin svolítið spennt...en þú hlýtur að gera eitthvað meira en að skúra hjá honum?

Sigríður Guðnadóttir (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband