12.6.2007 | 14:05
Gullsól
Kvöldsólin breytti
ormétnum runnunum í garðinum mínum
í gulltré
í hrifningu minni gleymdi ég
að nota Sony myndavélina mína
en heilinn í mér tók mynd
framkallaði hana
og hengdi upp á bak við augun í mér
en þar sér hana enginn nema ég sjálf
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:09 | Facebook
Athugasemdir
Myndrænt og flott ljóð hjá þér vinkona
Sigþrúður Harðardóttir, 13.6.2007 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.