11.6.2007 | 19:42
Bragð er að þá barnið finnur
Amma: Halló!
Nanna: Amma, hvað viltu fá í afmælisgjöf?
Amma: Elskan mín, ég á svo mikið dót að ég þarf enga afmælisgjöf. (Ég vissi um leið að þetta svar var ekki það sem sjö ára vill heyra),
Nanna: Já, en amma, hvað langar þig helst í?
Amma: Ég er orðin svo gömul að ég vil ekki afmælispakka. (Ég vissi líka að þetta var ekki nógu gott svar).
Nanna: Amma, viltu ekki einu sinni rauðvín?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.