6.6.2007 | 00:01
Við skólaslit
Hvað maður getur verið stoltur af nemendum sínum.
Hvað maður getur fundið fyrir hjartahólfinu sem hver og einn hefur eignað sér.
Hvað krakkarnir geta verið flottir og fínir.
Hvað maður getur þurft að strjúka tár af hvarmi svo enginn sjái.
Hvað mann langar að segja margt en þegir af því tilfinningakökkurinn í hálsinum er svo stór.
Hvað ég óska þessum elskum öllum velfarnaðar í lífinu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:18 | Facebook
Athugasemdir
Af hverju erum við svona lág í samræmdu? Hvernig kemur Grunnskólinn í Þorlákshöfn út per se?
Baldur Kristjánsson, 7.6.2007 kl. 20:36
Suðurland kemur illa út samkvæmt venju undanfarinna ára en Grunnskólinn í Þorlákshöfn kemur vel út. Komdu í kaffi!!
Guðrún S Sigurðardóttir, 7.6.2007 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.