Skólaferð í Skagafjörð

Til allrar guðslukku eru börnin í 10. bekk svo vel af guði gerð og vel uppalin að ég komst vel frá skólaferðalaginu þrátt fyrir að hafa lagt af stað algjörlega raddlaus. Ég veit ekki hvað kom fyrir mig á sunnudaginn nema hvað ég vaknaði raddlaus og með óstöðvandi þurran hósta. 

Á þriggja daga ferð með mínum elskulegu nemendum hefur mér ekkert batnað. Ég hef hvíslað í eyra þess sem ég þarf að tala við, en eins og ég segi, krakkarnir eru svo frábærir að ég hef aldrei þurft að beita röddinni nokkurn skapaðan hlut.

Ég var líka með frábært fólk með mér sem tók að sér að tala fyrir mig ef á þurfti. Aðstoðarskólastjórann, Jón,  og foreldrana Ingibjörgu og Pálmar sem einnig var bílstjóri krökkunum að kostnaðarlausu.

Það var farið í Skagafjörðinn og dundað við flúðasiglingar, hestamennsku og klettasig. Það var farið í sund og höfuðstaður Norðurlands heimsóttur. Nokkrir kíktu við í Glaumbæ en enginn lét neina sjoppu fram hjá sér fara. Hlustað var á tónlist, spilað á gítar og sungið, sparkað í bolta, dulítið dansað og mikið spjallað, jafnvel langt fram eftir nóttu. Allir kátir og allir góðir.

Ég er enn algjörlega raddlaus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband