Grillsumarið hafið

"Ætlarðu ekki að fara að drífa þig á fætur.  Sólin er farin að skína og vindurinn er hlýr.  Við höfum verk að vinna í garðinum," sagði maðurinn sem ég sef hjá, alltof snemma í morgun að mínu áliti.

Ég var á stredderíi með stelpunum í saumó í gærkvöldi og var ekki tilbúin til þess að fara í garðvinnu fyrir hádegi. Þegar ég druslaðist á fætur og fór út í garð fann ég að vorið var komið. Maðurinn var kominn út með grillið og talaði um að kaupa eitthvað til að grilla í kvöld.

Ég náði í garðhrífu og hamaðist við að raka vetrardraslinu saman og þegar við vorum búin að losa okkur við það þá skelltum við okkur í búðina til þess að kaupa eitthvað á grillið. Þegar við komum þaðan út vissum við að við höfðum gert stórmistök. Við vorum með í poka steik á grillið og eitthvað smávegis að auki en við borguðum formúu fjár fyrir. Það hefði borgað sig að keyra í Hveragerði í Bónus til þess að versla.

En grillaða steikin var svakalega góð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sjálfur reyni ég að fara til Franklíns ef ég nenni ekki í Hveragerði. En hann á víst enga steik.  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 30.4.2007 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband