8.4.2007 | 13:21
Gleðilega páska
Þegar börnin mín voru lítil þá skriðu þau gjarnan upp í til okkar á páskadagsmorgun með páskaeggin sín. Það var sama hvaða ráðstafanir ég gerði með að hlífa rúmfötunum fyrir súkkulaðiklíningi þá kom það fyrir ekki. Rúmið mitt varð alltaf útbíað í súkkulaði.
Núna kemur enginn með páskaegg upp í til mín og rúmfötin eru tandurhrein. Ég hef stundum sagt að ég sakni þess að fá ekki súkkulaði í rúmfötin. Mér hefur verið bent á það sé minnsti vandi að klína súkkulaði hér og hvar en það er nú ekki alveg það sama.
Ég óska öllum gleðilegra páska.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.