Stórinnkaup

Það ræðir ekki um annað en að fara af bæ til þess að gera stórinnkaup. Þess þurfti ekki um tíma þegar við í Þorlákshöfn vorum svo lánsöm að hafa lágvöruverslun hér í bæ.

Krónan var hér í eitt eða tvö ár. Þegar raddir heyrðust um að það ætti að loka þeirri verslun risu íbúar upp og vildu fá fund um málið. Það var gert. Forsvarsmenn Krónunnar komu á íbúafund þar sem málin voru rædd. Þar var gerð samþykkt. Íbúar Þorlákshafnar lofuðu að versla meira og Krónumenn lofuðu að standa sig betur hvað vöruúrval og gæði varðaði. Íbúarnir stóðu við sitt. Ég þori að fullyrða að flest allir Þorlákshafnarbúar gerðu sín innkaup í Krónunni. Krónumenn stóðu ekki alveg eins vel við sitt. Vöruúrval var ekki nógu gott og iðulega fengum við gamalt og þreytt grænmeti.

Einn góðan veðurdag, þegar Þorlákshafnarbúar komu á fætur, hafði orðið breyting á í skjóli nætur. Nýtt skilti var komið á verslunina. Nú hét hún Kjarval. Innan dyra var allt óbreytt nema verðið. Það hafði tekið stökkbreytingu.

Þegar ég kom úr Bónusferð minni í dag voru tveir bílar við Kjarval. Í Bónus í Hveragerði var svo mikið að gera að það var ógerningur að taka kerruna með inn í kælirýmin. Enda voru margir Þorlákshafnarbúar þar að gera  páskainnkaupin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þetta verslunarleysi er mjög alvarlegt má Guðrún S. eins og þú bendir á.  Þ:egar lágvöruverslunin var og hér þá rakst maður af og til á þá sem hér búa. Nú hittir maður þá helst í Bónus í Hveragerði. Kosturinn: maðru fer að þekkja Hvergerðinga betur í sjón og lifir meira svona meira í hérðinu í heild.  Þegar matvöruverslunin lokaði fór maður að sækja ýmislegt annað líka á Selfoss og Hveragerði.  Ég held að það væri tímabært að taka upp sameiningarhugmyndir aftur. það vantar hvort sem er þorpslímið....og ég held að við ættum að versla meira við Franklín.  Hann skiptir a.m.k. ekki um  nafn og númer....

Baldur Kristjánsson, 6.4.2007 kl. 09:19

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Ég sakna þess einmitt líka að hitta ekki fólk í búðinni. Nú hittir maður aldrei neinn nema í vinnunni.

Sameining er svo annað mál sem verður örugglega farið að fjalla um áður en langt um líður.

Guðrún S Sigurðardóttir, 6.4.2007 kl. 17:42

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þið gerið nú ekki annað á meðan en þið ýtið til hliðar smákóngunum, sem alltaf berjast hatrammlega gegn öllum hugmyndum um sameiningu og nota mikið, eins og við þekkjum, maður á mann aðferðina ( þeir eru svo frekir á Selfossi, vitlausir og skuldugir í Hveragerði o.s.frv. en við svo rík og eldklár í Þorlákshöfn).....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.4.2007 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband