Stutt stopp

Það gerir okkur svo miklu auðveldara fyrir að hitta dótlu og fjölskyldu síðan Icelandair fór að fljúga beint til Manchester. Svava Rán og Lúkas Þorlákur skruppu um helgina til Íslands til þess að vera við fermingu Kolbeins. Dave átti því miður ekki heimangengt. Þó að þau stoppi bara í þrjá daga þá er það betra en ekki neitt. Núna er Lúkas farinn að þekkja okkur og hann man greinilega eftir októberheimsókninni því hann mundi hvar dótakassinn er og hann leitaði að ákveðnum bíl í honum. Hann vissi líka hvar dótið er hjá langömmu sinni.

1.apríl 2007 024Fjölskyldan mín að leika sér í Skötubót.

Okkur finnst alltaf jafn  skondið að tala við Lúkas því hann skilur íslenskuna alveg en svarar á ensku. Hann er heppinn að hin barnabörnin mín eru enskumælandi líka þannig að tjáskiptin eru ekkert vandamál. Þau tala reyndar amerísku en Lúkas bresku eða öllu heldur ensku eins og Walesbúar í Norður-Wales tala hana. En það kom ekki að mikilli sök.

Þegar Lúkas var á Íslandi í október héldum við upp á þriggja ára afmælið hans þó það væri ekki fyrr en 6. nóvember. Það var gert til þess að hann hitti alla ættingjana og til þess að ættingjarnir sæju hann. Núna misskildi sá stutti eitthvað því hann var alveg viss uma að fermingarveisla Kolbeins væri afmælisveislan hans. Hann marg endurtók að það væri afmælið hans í dag og hann fengi gjafir.

"I love parties. I love presents. I love train presents," sagði hann við mömmu sína þegar hún sagði honum að hann færi í veislu á Íslandi.

Nú er mest hættan á því að hann haldi að hann eigi alltaf afmæli á Íslandi þegar stórfjölskyldan kemur saman. Hann mun koma næst til Íslands um næstu áramót og þá mun stórfjölskyldan einimitt hittast til að að fagna nýju ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband