12.2.2007 | 18:52
Tilfinningasemi
Þegar appelsínugular rendur
birtast á ísgráum himninum
fell ég í stafi
og get ekki
mælt orð af vörum.
Ég ræð ekki við þetta. Á gamals aldri verða til svona setningar í huga mínum og brjótast út.
Um leið og ég skrifaði þetta kom mér gömul minning í hug. Það var þegar hún dótla mín var á leikskólaaldri. Þá teiknaði hún, einn daginn, mynd af manni sitandi við borð. Þegar leikskólakennarainn, hún Dóra Odds, spurði hana útí myndina þá svaraði dótla mín að þetta væri Ómar Ragnarsson í sjónvarpinu að lesa fréttir.
"En hvað er þetta á höfðinu á honum", spurði Dóra.
"Hann, Ómar, hann er með svona appelsínugul bönd á höfðinu", svaraði dótla mín.
Þetta var á þeim tíma er Ómar var að reyna að leyna skallanum með því að greiða hárið sem eftir var yfir skallann.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.