Þjóðarstoltið

Ég meira hlustaði en horfði á afhendingu íslensku tónlistarverðlaunana í sjónvarpinu í kvöld af því ég var að vanda mig svo mikið við að prjóna lopapeysu á Baby born. Ég heyrði öðru hverju útundan mér karlakór syngja smástef á meðan kynnarnir voru að koma sér á svið. Það var bara fyndið og skemmtilegt.

Þess vegna brá mér þegar þeir byrjuðu að syngja þjóðsönginn í lok afhendinganna. Mér datt ekki annað í hug en að þetta yrði smástef eins og allt sem þeir höfðu flutt áður og hvernig er þjóðsöngurinn sem smástef. Hjartað í mér tók ýmis aukasjokkslög. Ég átti jafnvel von á því að þeir segðu allt í einu, "djók" og hættu að syngja í miðju lagi. Mér leið ekki mjög vel.

Þeir voru að syngja þjóðsönginn okkar.

Þeir kláruðu sönginn allan og gerðu það bara nokkuð vel. Mér létti. Ég hugsaði með mér að við ættum að nota þjóðsönginn miklu oftar og mér leið betur og betur þegar þjóðarrembingurinn smaug inn í merg og bein.

Allir í salnum stóðu upp eins og vera ber.

Allir í salnum klöppuðu í lok söngsins eins og má alls ekki gera.

Meira að segja Ólafur og Dorrit.

Allir klöppuðu fyrir þjóðsöngnum.

Þjóðarstoltið mitt seig langt niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir birtu þetta Moggamenn í gær - en ekki alveg allt. Þú veist þetta eflaust. I.

Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 13:01

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Já, mér var bent á það í gærmorgun strax. Ég hefði annars ekkert tekið eftir því.

Guðrún S Sigurðardóttir, 20.2.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband