Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Í heimsókn í Wales

Það var komin tími til að hitta yngsta barnabarnið svo við Simmi minn brugðum okkur til Wales um helgina. Sem betur fer flýgur Icelandair til Manchester en þaðan er tiltölulega stutt til Rosllanercrugog.

Lúkas Þorlákur kom hlaupandi í fangið á okkur á flugvellinum og mundi greinilega eftir okkur. Við höfðum ekki séð hann síðan í apríl. Honum fannst ekkert leiðinlegt að hafa okkur yfir helgina og pældi mikið í flugferðum á milli landa. Hann veit að hann á að fara í flugvél bráðum en the Jones´s ætla að vera hjá okkur yfir áramótin. Wales nóv 2008 026

Samskipti okkar eru þannig að við tölum íslensku við hann og hann talar ensku við okkur. Hann skilur íslenskuna alveg þó hann noti ekki nema eitt og eitt orð, eins og tölva, kaupa og kúka. Hann hljóðgreinir íslenskuna ekki alveg rétt því ef hann er látinn segja eitthvað á íslensku verður það oftast með enskum hreim. Hann á meira að segja erfitt með að bera seinna nafnið sitt rétt fram. Það er gaman að fylgjast með máltökunni hjá honum og velta fyrir sér hvernig þetta gerist allt saman. Lúkas er svo sannarlega tvítyngdur. Nú þyrfti ég bara að fá að hafa hann hjá mér í nokkrar vikur og sjá hvað gerðist með máltökuna þá.

Wales nóv 2008 019Lúkas fór með okkur, ömmu og afa, í labbitúr um Wrexham á meðan mamma hans var í vinnunni. Hann fór með okkur á veitingahús og var auðvitað stilltur og prúður og borðaði eina matinn sem honum finnst boðlegur, bresk pylsa. Þegar hann hafði "had enough" lék hann sér að gasblöðrunni sem afi hafði keypt handa honum. Við létum sem við sæjum ekki að hann var stundum fyrir þjónunum því það var svo gaman að horfa á hann hoppa upp eftir blöðrunni þegar hún sveif til lofts. Við vorum ákveðin í því að þykjast ekki skilja ensku ef einhver segði eitthvað.

Wales nóv 2008 029Lúkas sýndi okkur minnismerki um kolanámumenn á rölti okkar um hinn mjög svo skemmtilega miðbæ í Wrexham.  

Á vegi okkar urðu leiktæki sem Lúkas vildi auðvitað prófa og hvað gera ekki amma og afi fyrir litla strákinn sinn.Wales nóv 2008 032 Hann skemmti sér konunglega við að keyra brunaliðsbíl.

Hann ratar í "the red toyshop" og þangað var ferðinni heitið. Hann vissi að hann mátti velja sér dót og valdi hann sér tvo litla bíla, örugglaga það ódýrasta í búðinni en þessi litli ungi maður veit alveg hvað vill.

Hann svaf í "millinu" hjá okkur þessar þrjár nætur sem við vorum hjá the Jones´s. Það er nú ekki leiðinlegt að heyra í myrkrinu allt í einu upp úr þurru, þegar litli maðurinn á að vera sofnaður:"Amma, I love you."


Ilman, lykt og fýla

Ég þegi alltaf og passa mig á því að segja ekki orð þegar samferðafólk mitt, hér í þessu plássi, talar um fýluna sem hér hangir yfir okkur öðru hverju. Fýlu sem kemur frá vissum fyrirtækjum. Ýldufýlu. Ég þegi vegna þess að fýlan eða lyktin hefur aldrei farið í taugarnar á mér. Ég virðist ekki finna þessa ógeðslegu fýlu sem hinir finna. Hún ku vera svo megn að fólk og jafnvel fyrirtæki hafa hætt við að setjast hér að vegna hennar. Ég kannast við að hafa fundið vonda lykt en það er ekkert sem ég get ekki búið við. Fólk talar um að það geti ekki opnað glugga í vissri átt og ekki hengt þvottinn sinn út á snúru svo megn sé þessi viðbjóður. Ég var um tíma að reyna að vera á móti fólki sem talaði um fýluna en ég reyni það ekki lengur.

Ég hef nefnilega persónulega svipað vandamál við að etja. Það tengist lykt en ekki fýlu heldur ilman.

Ég held að ég hafi ofnæmi fyrir ilmvatni og rakspíra. Ég hef ekki farið í ofnæmispróf eða rætt þetta við lækni. Ég bara finn þetta á mér. Það er þannig að ef ég anda að mér lykt frá ilmvatni eða rakspíra þá gerist eitthvað í hálsinum á mér þannig að ég missi röddina og finnst erfitt að anda. Ég reyni að koma mér afsíðis þegar þetta kemur fyrir en það er ekki alltaf hægt.

Ég bað söngfélaga mína í kórnum að taka þetta til greina á æfingum og hætta að "spreyja" sig fyrir æfingar (ég veit að ég er leiðinleg). Annaðhvort hefur einhver ekki tekið tillit til þessarar sérvisku í mér á síðustu æfingu eða það er eitthvað annað að hrjá mig. Ég fékk stíflu í hálsinn og þá er ekki gott að syngja.

Ég hélt í dag að ég yrði að hlaupa út úr leikfimistíma. Ég lét það bara ekki eftir mér því ég vildi ekki vekja eftirtekt. En ég átti mjög bágt með að anda því einhver kom með ilmvatnsský með sér  í tíma.

Sem sagt ef ég persónulega mætti velja, þá veldi ég ýldyfýluna því hún fer ekki í hálsinn á mér.


Kjörþyngd

Í nokkur ár hef ég barist í því að komast niður í kjörþyngd án árangurs. Það eru þessi aukakíló sem þvælast fyrir og vilja alls ekki yfirgefa skrokkinn á mér hvað sem hugurinn segir. Það hefur verið tekið til á matardisknum, hamast í sölum líkamsræktar, synt og gengið, skokkað og hjólað.

Hver fann upp þessa kjörþyngd sem maður trúir að maður verði að vera í?

Fréttir dagsins eru að þetta sé bara plat. Lífslíkur þeirra sem eru 5-10 kílóum yfir kjörþyngd séu meiri en þeirra sem eru í kjörþyngd. Alla vega eru þeir í minni hættu hvað hjartasjúkdóma varðar og krabbamein.

Þarf þá ekki að breyta kjörþyngdinni?

Er ég kannski bara 5 kílóum of þung en ekki 15?


Hvað börnin aðhafast

Ég passaði barnabörnin mín í nokkra daga um daginn svo vísindamaðurinn gæti farið á svefnráðstefnu í Ameríku og tekið konuna með og gert skemmtiferð úr vinnuferðinni í leiðinni. http://www.skarisig.blogspot.com/

En að hann færi að láta sér vaxa svartar krullur í ferðinni og að hún nýtti tímann í naglaásetningu kom mér ekki til hugar. kalli+leysir+kubbinnElsa_í _Ameríku

En svona er maður nú plataður upp úr skónum sínkt og heilagt.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband