Jólaundirbúningur

Hann Simmi  minn tekur virkan þátt í jólaundirbúningnum. Á hverjum föstudegi segir hann:

 „Á ég ekki að vökva ekta ensku fyrir þig, elskan? “

„Jú, það væri fínt, “ segi ég, yfir mig ánægð með aðstoðina.

„Á ég þá ekki að kaupa koníakspela í dag. “

„Jú, ef það vantar koníak þá verðurðu að gera það. “

Þegar fjórar vikur voru liðnar fannst mér þetta eitthvað orðið skrítið og spurði hann hversu mikið koníak hann setti eiginlega út í kökuna. Hann sagðist gera bara eins og ég hafði sagt honum þ.e. að ein matskeið væri mátuleg vökvun.

Fyrst svo er hlýtur pelinn eða leka enda úr plasti.

Best að ég segi honum að prófa að kaupa pela úr gleri næsta föstudag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

tíhí, ég get nú alveg aðstoðað Simma við vökvunina ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 10.12.2008 kl. 20:58

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Reyndar ????þá hvort hann þurfi ekki að kaupa flösku en ekki pela ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 10.12.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband