Í den

Ég skellti mér á Selfoss í gær. Mig vantaði garn í púða sem hún dótla mín bað mig um að prjóna fyrir sig. Hún er örugglega orðin langeygð eftir púðanum en garnabúð hefur ekki rekið á mínar fjörur nýlega svo ég varð að gera mér erindi. Ég fór beint í Hannyrðaverslunina Írisi því þar hef ég alltaf fengið svo góða þjónustu og ég er búin að kannast við hana Írisi síðan ég fæddist.

Þegar ég spurði hana um garn sagðist hún hafa hætt að selja það fyrir 14 árum. Þarna komst upp um mig hvað ég tek illa eftir en hvað um það ég spurði hana hvar garn væri selt á Selfossi og hún nefndi Skrínuna og sá um leið aulasvipinn á mér því hún bætti við: „Hún er við hliðina á Alvörubúðinni.“ Hún sá greinilega að ég varð engu nær svo hún sagði að Fossraf hefði verið þarna til húsa áður. Þá fór aðeins að rofa til í hausnum á mér, mig rámaði í að hafa séð Fossraf á húsi og spurði Írisi hvort Skrínan væri þar sem Daddabúð var í den eða Kaupfélagsbakaríið.

Hún fór að skellihlæja og sagði:“Nú, þarf ég að fara svona langt aftur í tímann með þig."

Ég man hvað það var gaman að koma við í lúgunni á bakaríinu og sníkja vínarbrauðsenda. Það var rétt eftir miðja síðustu öld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Alvörubúðin er þar sem bakaríið var...en ég man alls ekki eftir Daddabúð á þessum slóðum. Var það ekki Ölfusá...búðin hans Dodda?

Sigþrúður Harðardóttir, 13.12.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband