Skólaheimsókn

Þegar ég skrapp til Wales, í helgarrispu, um daginn var ég svo heppin að geta fylgt Lúkasi í skólann á mánudagsmorgninum og forvitnast aðeins um skólann hans.

Mér fannNóv.2008 058st mjög spennandi að fá að skoða skólann af því skólahúsið er nýbyggt og með opinn skóla í huga en þannig skóla skoðaði ég fyrr í vetur á Selfossi og var spennt að sjá hvort ég sæi einhvern mun. Heimsóknirnar voru ekki undirbúnar á sama hátt, Selfyssingar tóku á móti okkur, starfsfólki Grunnskólans í Þorlákshöfn og sýndu okkur alla bygginguna og sögðu okkur frá starfsháttum en í Ysgol Maes Y Mynydd, skólanum hans Lúkasar, kom ég bara rétt si svona og spurði kennarana hvort ég mætti koma inn. Það var alveg sjálfsagt en ég gat ekki spurt að neinu því enginn mátti vara að því að tala við mig. Það þurfti að sinna börnunum. Svava Rán var með mér og sýndi mér það helsta.

Af því ég veit ekki nóg um kennsluna í welska skólanum get ég ekki borið hana saman við þá íslensku en skólahúsnæðið sjálft var nokkuð frábrugðið því íslenska þó ekki sé meira sagt.

Íslenski skólinn sem ég skoðaði rís eins og glerhöll upp úr íbúabyggð, þar sem er mikill íburður og mikið pláss. Sá welski er látlaus, á einni hæð og allt miklu þrengra og minna í lagt. Það hvarflaði að mér að við hefðum kannski getað lært eitthvað af keltneskum frænduNóv.2008 061m okkar og sparað dullítinn aur.

Börnin voru áberandi stillt og prúð. Þau gengu öll beint til verks. Fyrst hengdu þau upp úlpurnar, hver á sinn snaga, og fóru svo á sinn stað í stofunni. Settust á gólfið og fóru að skoða bækur. Öll fóru þau inn á útiskónum. Á göngunum eru teppi, þannig að skórnir voru allir orðnir hreinir þegar inn í skólastofunNóv.2008 062a kom. Það var svolítið skrýtið að horfa yfir hópinn, 5 ára nemendur í svörtum skólabúningum. Það hvarflaði líka að mér að við gætum lært eitthvað um agann hjá þeim. En ég var þarna í byrjun dags. Ég veit ekki hvernig hann endar.

En Lúkasi mínum líður greinilega vel í skólanum eða ekki gat ég séð annað og þá líður ömmuhjartanu vel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband