Fyrirmynd

Ég hef ekki átt neitt sérstaklega mörg ædol í gegnum tíðina, held ég. Þegar ég var lítil var það helst pabbi. Hann vissi allt og kunni allt. Og er reyndar þannig enn.

Þegar ég var umglingur urðu aðrir ædol eins og Cliff Richard og Elvis Presley en það var af því þeir voru svo sætir og sungu svo æðisleg lög. Svo komu Bítlarnir til skjalanna og eftir þá hef ég ekki fundið neitt betra til að trúa á. Þeir sögðu allt sem þurfti að segja.

Ég hef reynt að finna mig á ýmsum vettvangi, nenni ekki að telja það allt upp en mér finnst bara að ég sé enn bítlastelpa. Friður, ást og kærleikur. Hafa áhuga á náunganum og sjá litlu skemmtilegu hlutina í lífinu sem er allt um kring. Bítlarnir eru því miður hættir að koma saman en samt lifir ýmislegt sem þeir sögðu.

Mér datt þetta í hug þegar ég var að horfa á Silfrið í dag. Það að horfa og hlusta á Silfur Egils gerir það að verkum að ég sé enn von í þessu landi. Það kom alltaf einhverjir svo gáfaðir og klárir í þáttinn að ég finn þessa von að þjóðinni verði bjargað.

Og ædolið mitt á þeim vettvangi er hagfræðingurinn Þorvaldur Gylfason.

Ef einhver spyr mig af hverju hann sé það sem þú trúir á, verð ég bara að fá að svara eins og þegar ég var spurð um Bítlana hér áður: "Af því bara."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Þorvaldur hélt fyrirlestur á KÍ þinginu sem ég sat í vor og mér fannst hann líka alveg frábær. Af því bara.

Sigþrúður Harðardóttir, 2.12.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband