Mismunur á lífeyri

Ég man eftir Guðna Ágústssyni á sveitaböllunum í den. Hann er líklega árinu eldri en ég. Við höfum bæði unnið fyrir hið opinbera mest alla ævina. Bæði að búa betur í haginn fyrir komandi kynslóðir.

Hann hætti í vinnunni, ófarvarandis um daginn. Ekki ég.

Hann hefur miklu hærri laun en ég og hann mun hækka um 200 þúsund þegar hann verður sextugur.

Hann mun njóta góðs af eftirlaunafrumvarpinu sem var sniðið handa Davíð.

Ég er farin að íhuga hvenær ég hætti í vinnunni. Ég veit að ég get ekki hætt þegar ég verð sextug af því launin mín munu lækka svo mikið við það eitt að fara á lífeyri.

Er skrítið að maður tuði?

Og Ingibjörg Sólrún sem lofaði að koma eftirlaunabullinu frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thu bara skellir ther i frambod Gunna min.

Bardur (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Ég get ekki farið í framboð. Ég hef alltaf sagt að það sé "sama rassgatið undir þeim öllum" og ég vil ekki hafa svoleiðis rass!

Guðrún S Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband