Oddur af oflæti

Þegar glysgjarni kallinn minn týndi tveimur hringjum á Mallorka í fyrra fattaði ég að ég hafði ekki séð giftingarhringinn hans í einhvern tíma. Hann hélt því fram að giftingarhringurinn væri einhvers staðar heima. Ég hef kíkt eftir því öðru hverju, svona þegar ég er að þrífa og taka til en aldrei rekist á hringinn. Ég hef haldið því fram að hann væri líka búinn að týna honum.

Hann neitar alltaf og segir með áherslu: "Hringurinn er í húsinu."

Samt hefur hann ekki getað sýnt mér hann og ég hef látið í ljósi visssar efasemdir um að hann hafi rétt fyrir sér.

Í morgun var ég að leita að ákveðnum skartgrip frá mér og rakst þá á hringinn hans í skartgripapung frá mér. Hvernig hann komst þangað veit ég ekki en hringurinn hefir verið týndur í u.þ.b. ár. 

Nú á ég eftir að hringja í hann Simma minn og segja honum að ég hafi haft rangt fyrir mér en hann rétt. 

Maður verður stundum að brjóta odd af oflæti sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband