Bílategundir

Ég þekki mjög fáar bílategundir. Ég sé ekki hvort bíll er gamall eða nýr nema núna eftir að nýju bílnúmerin komu þá veit ég betur. Ég get ekki tengt saman fólk og bíla því ég sé ekki hver situr undir stýri þegar ég mæti bílum. Ef fólk vinkar mér þá vinka ég bara á móti.

Einu sinni þekkti ég bíla vel í sundur. Það voru til rútur og vörubílar, jeppar og drossíur. Núna er þetta allt  hvað öðru líkt. Jeppar eru eins og drossíur og drossíur eins og jeppar. Vörubílar eru orðnir flutningabílar og líkjast rútum í fjarlægð. Rúturnar eru orðnar af öllum stærðum og gerðum og maður veit varla hvort um rútu er að ræða eða sendiferðabíl.

Ég þekki ekki einu sinni bílana á bílastæðinu við skólann. Ég gæti kannski, án þess að verða mér til mikillar skammar, bent á tvo eða þrjá og nefnt eigandann. En þar með er það upptalið.

Þess vegna varð ég að gæta mín sérstaklega vel í morgun, því ég fór á bláókunnugum bíl  í vinnuna. Ég skipti við tengdadótturina á bílum í gærkvöldi. Hún fékk minn og ég fékk bíl sem hún er að passa. Ég setti á minnið að á stýrinu stóð orðið NISSAN og á númeraplötunni stóð TE 787. Ég sá auðvitað að bíllinn var rauður.

Ég var ekki búin að týna þessum upplýsingum úr minninu þegar vinnunni lauk og átti ekki í miklum erfiðleikum með að finna hann.

En það er bara af því orða og töluminnið er í þokkalegu lagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Þessi bílafötlun þín er næstum því fyngdin

Sigþrúður Harðardóttir, 30.3.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

fyndin....vildi ég segja

Sigþrúður Harðardóttir, 30.3.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Daníel Haukur

Ég er líka svona, nema á smábíla mér finnst þeir nefnilega vera merkilegt fyrirbæri. Ég þekki nú samt grunntegundirnar s.s. Toyota, Nissan, Benz o.s.frv.En stundum þegar ég er að rúnta með vinum þá líður mér beinlínis illa þegar þeir byrja að tala um Mercedes Bens C200 12V vél 2000cc og fleiri skammstafanir og tölur, það er eins og annað tungumál fyrir mér. En gott að talnaminnið er gott og orðaminnið er örugglega mjög gott hjá þér...:)

Daníel Haukur, 31.3.2008 kl. 12:25

4 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Ég hætti að vera með á nótunum þegar tegundir fengu seinna nafn eins Honda Accord og Honda eitthvað annað o.sv.frv. Grunntegundir Daníel minn! Ég kannast við Toyota Avensis (ég held ég hafi e-n tímann átt svoleiðis) og svo þekki ég Toyota Yaris og það er ekkert líkt með þeim!!

Guðrún S Sigurðardóttir, 31.3.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband