Önnur fjallaferð

"Hvernig heldurðu að vegirnir þarna inn eftir séu?" spurði Simma minn Dodda Gríms þegar hann heyrði talað um að keyra í kringum Kerlingafjöll á sunnudaginn var.

"Vegirnir," sagði Doddi og hló. "Það eru engir vegir, kannski slóðar."

Ég sá að Simmi minn varð enn spenntari við þessar fréttir.

"Hvað heldurðu að þessi ferð taki langan tíma?" spurði Simmi. Laufskálahátíð 2007 022

"Svona þrjá til fjóra tíma, kannski fimm," svaraði Doddi. "Annars veit hann Bjössi hennar Systu allt um þetta hann hefur farið svo oft."

Við fengum að slást í för með þremur öðrum bílum sem voru að fara í fjallaferð. Jóna og Finni sátu í hjá okkur. Þau vildu ekki heldur missa af þessu ævintýri. Farið var frá Flúðum inn á Tungufellsveg og þaðan inn á Hrunamannaafrétt. Í fyrstu var um veg að ræða sem við gátum fylgst með á korti en síðan breyttist vegurinn í slóða og eftir að við fórum hjá Svínárnesi var eiginlega bara troðningur og er hann ekki merktur inn á kort. Það tók okkur um sex tíma að komast inn í Setrið, sem er skáli 4x4 klúbbsins. Þaðan var farið í Kerlingafjöll og upp  á Kjalveg og eftir það var vegurinn greiður til  byggða.

Ferðin tók alls tíu tíma og sé ég ekki eftir einni einustu mínútu.

Ég vildi að ég ætti orð til að lýsa fegurð landsins míns. Laufskálahátíð 2007 035

Ef ég reyndi yrði ég örugglega allt of væmin.

Það vantar í mig skáldið til þess að gera það vel.

Það verður að upplifa fegurðina til að skilja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég var á svipuðum tíma á sömu slóðum, ríðandi frá Tungufelli upp á Hrunamannaafrétt inn í Svíanárnes gist í Skálanum þar og síðan inn i Kerlingafjöll. Sló þér við því ég sneri ekki við hélt áfram niðrí Steinstaðaskóla í Skagafirði og þaðan áfram heim að Hólum og til baka......fegurð landsins er óysanleg eins og þú gefur í skyn.  kv.  B

Baldur Kristjánsson, 12.8.2007 kl. 21:22

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Ja, hérna hér....og ríðandi í þokkabót. Þú ert ekki dauður úr öllum enn, nema það sé bara þægilegra að ferðast þannig en að skröltast á jeppa!

Guðrún S Sigurðardóttir, 13.8.2007 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband