Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
3.2.2007 | 16:37
Hvað má kaupa og hvað má ekki kaupa?
Ég heyrði í gær talað um, að á netinu færi á milli fólks áskorun um að sniðganga þær vörur sem birgjar og kaupmenn hafa nú þegar hækkað í verði. Ég hef ekki fengið þennan póst en ég hef, að fremsta megni, reynt að sniðganga þessar vörur í rúma viku. Ég gerði meira en það. Ég prentaði út af netinu listann yfir þær vörur sem hafa hækkað, sem Neytendasamtökin birtu á heimasíðu sinni og dreifði meðal samstarfsfólks míns og hvatti það til að vera með mér í því að kaupa eitthvað annað en var á þessum lista. Enginn gaf sig neitt sérstaklega fram við mig en fólk las þetta og hummaði svolítið.
Ég les listann reglulega til þess að leggja á minnið hvaða vörur ég verð að sniðganga og það gengur þokkalega. Ég er t.d. búin að skipta um kaffitegund en gleymdi mér þegar ég keypti rautt pestó.
Heimilið er enn þá Kelloggslaust og það er allt í lagi.