22.3.2009 | 19:37
Kjúlli á bjórdós
"Ég er búinn að græja bjórdósina."
Ha, hvað, sagði ég annars hugar, við að telja lykkjurnar á prjóninum.
"Ætlarðu ekki að hafa grillaðan kjúlla á bjórdós í matinn?" spurði Simmi minn.
"Jú, elsku kallinn minn, er ekki allt reddí?"
"Jú, ég var að segja það. Ég er búinn að græja bjórdósina."
Þessi elska, sem ég dró upp að altarinu fyrir margt löngu síðan, var byrjaður að undirbúa kvöldmatinn, eins og hans er von og vísa, þrátt fyrir að hann vill helst ekki borða kjúlla.
En þegar kjúllinn er grillaður á hálffullri bjórdós tekur hann fullan þátt, allavega í undirbúningi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.