26.2.2009 | 20:53
Fjarstýring og "sushi"
"Ættum við ekki bara að hringja í Nönnu og spyrja hana hvort hún viti um fjarstýringuna," lagði Simmi minn til þegar við ætluðum að kveikja á sjónvarpinu í eldhúsinu á mánudagskvöldið og fundum fjarstýringuna hvergi og gátum þar með ekki kveikt á imbanaum.
"Hvað heldurðu að þú farir að rugla í barninu með það," svaraði ég að bragði, "þó að fjarstýringin sé týnd."
Ég veit samt að Nanna tekur eftir ótrúlegustu hlutum og gæti þannig lagað alveg vitað um fjarstýringuna en ég lagði til að við skyldum leita betur.
Við leituðum og leituðum og fundum gripinn hvergi.
Mánudag og þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag, leituðum við allstaðar að fjarstýringunni og við fundum hana hvergi.
"Ég hringi í Nönnu, ég er viss um að hún veit um gripinn, sagði Simmi minn í kvöld og hringdi í barnabarnið sem var hjá okkur í heimsókn um síðustu helgi.
"Já, sko afi, þegar við amma vorum að fara að mála, þurfti ég að taka allt af eldhúsborðinu og vafði fjarstýringunni inn í borðmotturnar, svona eins og "sushi."
Fjarstýringin var vandlega vafinn inn í borðmotturnar ofan í skúffu, sem við vorum bæði búin að fara mörgum sinnum í gegn.
Minnti dulítið á "sushi."
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.