14.2.2009 | 13:12
Göngutúr í kreppu
"Ég hef alltaf sagt þetta." Já, var það ekki." Helvítis hálvitarnir."
Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið í morgungöngunni sem við hjónin tókum á okkur. Ég hélt eitt augnablik að hann Simmi minn væri endanlega að missa vitið en þá hafði hann tekið vasaútvarp með sér og var að hlusta á einhvern umræðuþátt í því. Ég sem hélt að göngutúrinn væri til þess að hressa upp á sálartetrið og gleyma þjóðfélagsástandinu um stund. En það gleymist ekki svo glatt. Umræðan er alls staðar.
Ég neita því samt ekki að við komum ögn hressari heim.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.