3.2.2009 | 14:24
Sprotafyrirtækið mitt
Mér datt það í hug, þegar ég las pistil dótlu minnar, að ég ætti að stofna sprotafyrirtæki sem biði upp á námskeið fyrir útlendinga sem kunna ekki að lifa með snjó. Bretar senda fólk heim úr vinnu og skólum ef spáð er snjókomu og í fréttum í gær kom fram að flugsamgöngur fóru úr skorðum vegna snjóa, lestarferðir lögðust af og meira að segja neðanjarðarlestir áttu í vandræðum. Fréttir voru einnig annars staðar úr Evrópu um vandræði vegna snjóa.
Þegar dótla mín var skiptinemi í Ameríku, fyrir nokkrum árum, kom það iðulega fyrir að skólahald lagðist af vegna þess að snjóföl var á vegum úti.
Þannig að á námskeiðunum mínum, sem ég bíð ekki bara Evrópubúum upp á heldur og einnig Ameríkönum,
-verður kennsla í snjómokstri, bæði með skóflu og stórvirkum vinnuvélum
-hvernig á að skafa af bílrúðum
-hvernig nota skal snjódekk,
-hvernig skuli klæðast, og þar með er ég farin að selja íslenska ull á vegum dótturfyrirtækis
-hvernig akstri í snjó skuli háttað,
-hvernig búa á til engla í snjó
-hvernig snjókarlar eru gerðir
Listinn er ótæmandi þannig að ég sé sæng mína útreidda. Ég þarf að ráða margt fólk í fyrirtækið og það stækkar svo hratt að ég verð kölluð útrásarvíkingur áður en við er litið og þar með er ég orðin, svo eitthvað 2007, að þessi hugmynd fellur um sjálft sig.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég skal leggja kropp á plóg í englagerð (verður big and bjútífúl munstur) ... Líst sko vel á þessa frábæru hugmynd.
www.zordis.com, 3.2.2009 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.