Að fá gott í skóinn

Ég reyni af bestu getu að gera nemendur mína af erlendu bergi menningarfæra á Íslandi, útskýri fyrir  þeim íslenska siði og venjur og nota hvert tækifæri sem gefst.

Um þessar mundir eru það náttúrlega jólin og jólahaldið og allir siðirnir í kringum það. Ég hef látið börnin gera alls konar verkefni um jólasveinana og þar með sagt þeim frá þeim ágæta sið að setja skóinn út í glugga í þeirri von að fá eitthvað gott í hann. Jafnframt hef ég sagt þeim að óþekk börn fái kartöflu.

Þarna rakst ég heldur betur á menningarmun. Pólsk börn og rússnesk gátu alls ekki fundið neina refsingu í því að fá kartöflu í skóinn. Kartöflur eru verðmæti í þeirra augum.

Einn nemandi minn sagði að ef hann vantaði mat á Íslandi ætlaði hann bara að vera óþekkur á hverjum degi og fá margar kartöflur þannig að hann gæti þá eldað sér mat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

jahá,- þeirra refsing væri væntanlega frekar að fá slátur í skóinn ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 13.12.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Frábærar upplifanir sem þessar. Við höfum svo sannarlega gott af því að kynnast nýjum siðum...erum óþarflega sjálflæg oftast.

Sigþrúður Harðardóttir, 13.12.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband