Öll á sama báti

"Nú erum við öll á sama báti.  Við þurfum bara að sigla í gegnum boðaföllin saman og komast á lygnan sjó."

Þetta er viðkvæðið þessa dagana. Ég er bara alls ekki á sama máli. Ég er hreint ekkert ánægð með það að vera á þessum báti. Ég bað aldrei um pláss. Ég var "sjanghæjuð" einn daginn og vaknaði um borð með fólki að drepast úr þynnku. Mér var ekki boðið til veislu með þessu fólki. Enda er ég ekki með þynnku og neita því að hjálpa partíljónunum að sigla bátnum. Þeir veisluglöðu skulu bara ná landi sjálfir.

Helvítis beinin kunna ekki að sigla og láta mig um það.

Aumingjarnir áttu að fara í skóla og læra eitthvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég held að það vanti nú ekki, að þeir hafi farið í skóla? Allt hámenntað fólk, en eigum við að láta þau gjalda þess, sérstaklega og senda í fiskvinnslu, eins og mörgum var hótað???? Ég held ekki og meira að segja held ég að þetta sé kannski öflugasti partur þjóðarinnar.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.10.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Það  er ekki nóg að vera hámenntaður. það þarf að vinna við það sem maður menntaði sig til. Ég lærði aldrei að stjórna skipi. Þeir sem eru núna við stjórnvölinn á þjóðarskútunni Ísland gerðu það ekki heldur. Þeir bara halda að þeir kunni að stýra. 

Guðrún S Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband