14.10.2008 | 20:36
Krepputal
Hann, Simmi minn, hefur alveg verið að drepa mig síðustu daga með rausi og fjasi um efnahagsástandið í landinu. Hann hefur sterkar skoðanir á öllu og heldur að hann viti hverju er um að kenna og hvernig eigi að leysa hnútinn.
Sem betur fer sofnar hann stundum yfir sjónvarpinu á kvöldin og þá læðist ég sko um til þess að vekja hann ekki. Þetta eru mínar næst bestu stundir.
Þær bestu eru þegar ég get tælt hann til fylgilags við mig því hann talar ekkert um krepppuna á meðan á ástarleiknum stendur.
Ég er farin að hnippa í hann miklu oftar en ég gerði.
Þökk sé kreppunni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það er auðvitað bæði hægt að standa og liggja af sér kreppuna, með bros á vör.
kop, 14.10.2008 kl. 20:57
MAMMA!
Dabbiló (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.