22.9.2008 | 17:02
Persónulegt met í sundi
Ég byrjaði í reglulegri líkamsrækt um leið og skólinn byrjaði. Það er ekki amaleg aðstaðan við nýju sundlaugina okkar enda er ég mætt á húninn fyrir klukkan sjö á morgnana í þeirri von að starfsmaðurinn þann morguninn sjái aumur á okkur frekjuhundunum og hleypi okkur inn örlítið fyrr. Það gerist oft. Það munar ótrúlega miklu um fimm mínútur þegar maður þarf að vera mættur í vinnu klukkan átta, uppstrílaður og fínn með þurrt hár.
Í gömlu lauginni synti ég 5-7oo metra á hverjum morgni en núna syndi ég meira en það. Ég veit ekki af hverju. Ég syndi a.m.k. 800 metra og setti persónulegt met í síðust viku þegar ég synti heilan kílómetra og ekki bara einu sinni heldur tvisvar í sömu vikunni. Ég er svakalega montin af sjálfri mér.
Í morgun fór ég bara 800 metra, hafði ekki tíma í meira.
Það er rosalega gott að vera búin að hreyfa sig áður en vinnudagurinn hefst. Ekki nenni ég því seinnipartinn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ji dugnaðurinn....
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 22.9.2008 kl. 17:44
Eða leti að gera ekki eitthvað seinnipartinn eins og fara út að ganga, í fjallgöngu eða á skíði!
Nei, þá ligg ég heima í leisíboj!
Guðrún S Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.