95 ára reglan

Einhvern tímann fannst mér það í óravíddarfjarlægð að ég kæmist á hina svokölluðu 95 ára reglu. Það væri nú bara fyrir gamla fólkið að hugsa um en ekki unglömb eins og mig.

En tíminn líður.

Og það hratt. 

Ég komst á þessa reglu í dag.

Lífaldur + starfsaldur = 95 ár

58 ár + 37 ár = 95 ár

Mér skilst á reglum lífeyrissjóðsins míns að ég græði smávegis á þessu. Ef ég skil rétt þá þarf ég ekki lengur að borga iðgjöld í lífeyrissjóðinn.

Hlakka til að sjá það í framkvæmd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl vinkona.  Ég er ekki hissa á því að þú sért kominn á þessa reglu því eftir nákvæmlega eitt ár kemst ég á hana líka 56 + 39. ( ég er aðeins yngri ) Það þýðir nú víst ekki að maður megi hætta að vinna þá, því hjá mér er það alla veganna skylda að vinna til sextugs ! En það er deginum ljósara að þá hætti ég störfum enda árin mín á sama vinnustað væntanlega orðin 43 !! þá ætla ég að fara að vinna í apóteki eða skóbúð og láta draumana úr barnæsku rætast. Enda ljóst að ef ég ynni áfram á mínum vinnustað væri ég að vinna því sem næst kauplaust. Kannski fer ég bara að vinna sjálfboðavinnu hjá Rauða krossinum við að heimsækja fólk og lesa fyrir það,  milli þess sem ég ætla að gerast frístundarmálari og skrifa sögur. Kannski geri ég svo ekki neitt af þessu, verð bara löggiltur ellilífeyrisþegi. Maður ætti þá að hafa nógan tíma til þess m.a. að skreppa í Höfnina og rækta vináttuna !

Eygló Lilja (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 10:52

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Je dúdda mía.  Hjá mér er slatti af kennurum á þessari umræddu reglu,- þeir eru orðnir 60 ára,- og vinna þá núna 49%vinnu.  Frábært að hafa þrautreynt fólk enn með brennandi starfsáhuga ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 2.9.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ég trúi þessu ekki!!!!

Við sem erum á sama aldri

Sigþrúður Harðardóttir, 2.9.2008 kl. 16:37

4 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Vertu ævinlega velkomin í Höfnina Eygló mín. Ætli við munum ekki hætta á svipuðum tíma. Þú byrjaðir manstu í bankanum  á meðan ég var enn í Kennó! Í dag er ég ekki tilbúin til að hætta 60 ára. Kannski 63!!! Þá passar þetta.

Hvað segirðu Þórhildur Helga? 49% vinnu? Það hlýtur að vera dásamlegt!

Sissa mín, það er þetta með aldurinn. Það mun lengi vefjast fyrir okkur!

Guðrún S Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 17:09

5 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

49% er alveg útpælt til að halda geðheilsu ;) og eftirlaununum óskertum.....

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 4.9.2008 kl. 23:28

6 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Hvar fæ ég góðar upplýsingar um þetta 49% dæmi?

Guðrún S Sigurðardóttir, 5.9.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband