Er sumarleyfinu lokið?

Þó svo að ég hafi mætt til vinnu eftir sumarfrí á föstudaginn var, var ég enn í sumarleyfisfíling um helgina. Við bjuggum í Sólbrekku á framandi grundu, í sól og blíðu. Skoðuðum sveit sem við höfum alltaf brunað um á þjóðvegi númer eitt og aldrei staldrað við til að skoða. Nú bættum við um betur og jukum við í safni okkar þá vegarslóða og spotta sem við höfðum aldrei farið um áður.

Nú er alvaran alveg að fara að taka við. Á betra máli: Nú tekur alvaran við.

Sumarleyfinu er lokið.

Allir komnir heim til sín og komnir í startholurnar fyrir haustið.

Ég byrja að synda í fyrramálið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband