Íslenskir víkingar

"Can I go all by myself?" spurði Lúkas Þorlákur með undrun í stóru augunum sínum þegar honum var sagt að hann mætti fara til Jónasar. Við vorum búin að komast að því að hann rataði þangað heim  en Jónas býr í ca. 150 m fjarlægð. Nanna elti hann til að vera viss um að piltur færi í rétt hús sem hann og auðvitað gerði.

Nú er eins gott að pabbi hans frétti þetta ekki því Svava Rán heldur að krakkinn yrði tekinn af henni og Dave myndi skilja við hana.

Lúkas fær ekki að vera einn í bakgarðinum heima hjá sér hvað þá að fara á milli húsa einn.

Enda ölum við upp sjálfstæða víkinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Það eru mikil forréttindi (fyrir okkur og börnin) að ala börn upp við þessar aðstæður. Það sé ég betur eftir því sem árin líða og börnunum fjölgar!

Sigþrúður Harðardóttir, 7.8.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband