Endurnærð eftir páskfrí

Ég var svo heppinn að frívikan hans Simma míns var akkúrat í páskafríinu mínu. Við náðum að bralla ýmislegt þessa dásamlegu frídaga.

Eins og að hvílast og vinda ofan af sér. Sem þýðir að ég hlakka til að fara í vinnuna á morgun.

Við fengum gesti í mat og þáðum matar- og kaffiboð. Við fórum á listsýningu í Þorlákshöfn, fyrirlestur um Hallgerði langbrók í Njálusetrinu á Hvolsvelli, út að borða í Rauðahúsinu og á Svarta sauðnum. Bílarnir voru þvegnir og bónaðir. Ég las líka einhver ósköp, prjónaði pínulitið, réð nokkrar krossgátur, fór í göngutúra, sletti í form svo eitthvað sé nefnt.

Skattaskýrsluna gerði í morgun. Það var fljótgert.

Indælt páskfrí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

En næs,- og geggjuð flísin þín.

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 25.3.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband