21.3.2008 | 21:28
Listakonan Zordis
Ég hef lengi dáðst að listavekum Þórdísar á netinu.
Hef velt því fyrir mér að biðja hana um að senda mér eitt til Íslands en ekki látið verða af þvi.
Svo fékk ég boðskort. Hún var mætt á Klakann með listaverkin sín og var með sýningu í Þorlákshöfn í dag. Ég fór spennt til þess að berja verkin berum augum. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þórdís er náttúrutalent. Hún málar yndislegar myndir á þakplötuskífur. Og þarna var hún, rauðvínskonan mín. Nú prýðir hún stofuvegginn minn.
Rauðvínskonan.
Hvað er skemmtilegra en þegar gamlir nemendur koma, sjá og sigra.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég er virkilega ánægð Gunna mín að rauðvínskonan leitaði heim til þín!
Takk fyrir að koma og vera svona yndisleg.
www.zordis.com, 27.3.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.