1.3.2008 | 17:32
Góður granni
Þegar ég var í makindum að drekka morgunkaffið mitt í morgun og að lesa blöðin, mokaði nágranni minn allar innkeyrslur í botnlanganum mínum með traktorsgröfu. Ég hafði ekki miklar áhyggjur af snjónum í innkeyrslunni af því að bíllinn minn ræður alveg við það að keyra yfir skaflana. En það ber vott um myndarskap að moka snjó af stéttum og í innkeyrslum þannig að ég er hæstánægð með að eiga svona góðan granna. Það lítur betur út hjá mér núna.
Í dag er dagurinn sem ég tek vetrarljósin úr sambandi. Ég kveiki á þessum ljósum 1. nóvember og slekk 1. mars. Í desember heita þau jólaljós en vetrarljós hinn tímann. Ég verð alltaf dálítið döpur þegar ég slekk á ljósunum og sérstaklega núna af því það er augljóslega enn vetur. En það er bara asnalegt að vera með þau lengur.
Hinn góði nágranni minn hefur farið eftir þessari sérvisku í mér og látið sín ljós loga jafn lengi.
Það er gott að eiga góðan granna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég á líka góðan granna á traktorsgröfu.
Sannarlega gott að eiga góða granna.
Sigþrúður Harðardóttir, 4.3.2008 kl. 16:44
Það þyrfti að vera traktorsgröfueigandi og þá af liprari gerðinni, í hverri götu...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.3.2008 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.