28.2.2008 | 23:44
Bókhald og afstemmingar
Ég veit ekki í hvers konar kasti ég var fyrir tæpu ári síðan þegar ég gekkst inn á það að taka sæti í stjórn Söngfélagsins og ekki nóg með það heldur fékk það hlutverk að vara gjaldkeri. Ég sem kann ekkert með tölur að fara.
Þetta hefur gengið ágætlega, þannig lagað, þangað til í kvöld að ég dreif í að klára að færa bókhaldið og stemma af því nú nálgast aðalfundur. Ég er mikið búin að rífa hár mitt og dæsa og svitna og kólna á víxl yfir tölum og færslum og bankayfirlitum. Það var ekki fyrr en fyrrum gjaldkeri kom í heimsókn til mín sem eitthvað fór að gerast, og viti menn, eftir þriggja klukkutíma yfirsetu passaði allt upp á krónu. En það tók langa leit. Við fundum ýmsar villur t.d einn óborgaðan reikning sem ég hafði bara sett i möppuna og haldið að ég hefði borgað. Það verður einhver glaður á morgun þegar greið þann reikning, Svo hafði ég ekki fært styrki og svoleiðis af því ég fékk ekkert blað um það nema bankayfirlit og svona smávægilegar klaufaskapur enda ér ég að læra þetta.
Hver veit nema ég skelli mér á bókhaldsnámskeið til þess að verða öruggari með þetta eða til þess að ég fái vinnu á skrifstofu í ellinni.
Mér hefur alltaf þótt gaman að vinna með tölur.
Gaman að vera svona akkúrat.
Gaman að vera rúðustrikaður.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.