Ljóðaslamm

Ég varð ein eyru í gær þegar Hugleikur fór að "slamma" hjá Agli í Kiljunni í gærkvöldi.  Ég hafði aldrei heyrt þetta orð áður en er búin að heyra það tvisvar í dag í útvarpinu. Að slamma og ljóðaslamm. Ég er örugglega að einhverju leyti langt á eftir en ég hélt að ég ein ætti þetta stílbragð , sem ég kalla reyndar leirburð, þannig að einhverju leyti er ég á undan minni samtíð. Ég hef samið svona bálka fyrir vini mína sem eiga stórafmæli eða þegar ég hef þurft að koma fram einhvers staðar og tala. Ef ég man rétt eru svona 25 ár síðan ég byrjaði á þessu. Ég get ekki gefið nein dæmi hér því að þetta er þannig vaxið að enginn getur farið með bálkinn minn nema ég ein. Það verða að vera áherslur á hárréttum stöðum og alls ekki sama hvernig þetta er flutt. Ég held að ég hafi aðeins einu sinni látið svona leirburð af hendi og sé pínulítið eftir því.

Ég ætti kannski að hætta að kalla þetta leirburð og kalla þetta héðan í frá ljóðaslamm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var ég sem sníkti þetta út úr þér á sínum tíma,  þegar ég var þrítug!! En það var bara af því þetta var svo frábært ljóð. (fallegra orð en slamm ). Ég held fast í það og geymi það vel og vandlega með öðrum uppáhalds pappírum og öðrum gersemum í gyllta "skó" kassanum mínum !!! Ég get alveg lesið það með réttum áherslum ( lærði það af höfindinum sjálfum ) og les það oft, en bara fyrir mig eina. En hvað svo sem verður gert við það eftir minn dag, veit enginn. Lendir eflaust bara á haugunum með öllum hinum gullmolunum mínum.

Eygló Lilja Gränz (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband