Sjálfsblekking

Vá, hvað er gaman að fá símhringingu þegar sá sem hringir er að tilkynna að maður hafi unnið í happdrættinu.

Þó að það sé bara sjöþúsund kall.

Rétt áður en ég fékk símhringinguna var ég að renna yfir sparikjólarekkann í skápnum og fann þar kjól sem ég var búin að steingleyma að ég ætti, sem þýðir að ég þarf ekki að splæsa í nýjan kjól fyrir þorrablótið.

Ég græddi sem sagt miklu meira en sjöþúsund.

Meðan ég er í þessari sæluvímu hvíslar skynsemispúkinn á öxlinni á mér að ég sé búin að eyða miklu meira en sjöþúsund í þennan happdrættismiða og að það sé ekki nauðsynlegt að kaupa nýjan kjól fyrir hvert einasta þorrablót.

Jæja þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, hann truflar mann stundum þessi skynsemispúki.

Magnþóra (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Hvaða bull,- þú ert búin að styrkja e-hvað gott málefni í fjölda ára ;) og auðvitað þarf nýjan kjól fyrir hvert eitt og einasta þorrablót !!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 31.1.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Nú snýst ég í marga hringi.  Á hvern á ég að hlusta?

Guðrún S Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband