Í blíðu og stríðu á bóndadaginn

"Við verðum að splæsa í brennivínspela úr þessu," sagði Simmi minn þegar við vorum búin að velja sitt lítið af hverju af þorramat úr kjötborðinu í Nóatúni á Selfossi í gær.

Á sjálfan bóndadaginn.

"Af hverju?"

"Nú, með hákarlinum."

"En þú borðar ekki hákarl."

"Nei, ég veit það en þú gerir það."

"Já, en ég drekk ekki brennivín."

"Já, en skilurðu þetta ekki manneskja, hákarl og brennivín eiga að vera saman og nú eigum við hákarl og ekkert brennivín. Það gengur ekki."

Ég skildi þetta svo sem alveg. Ég gúffa í mig hákarlinn og henn drekkur brennivínið.

Samhent hjón.

Það er þannig sem þetta virkar.

Í blíðu og stríðu.

Hákarl og brennivín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Góður Simmi ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 27.1.2008 kl. 15:28

2 Smámynd: www.zordis.com

Simmi er snillingur  að sjálfsögðu er það brennivín og hákarl! 

Er að fatta það að ég á brennivín, hákarl, harðfisk og söl!  Get haldið mitt einka þorrablót og þá meina ég einka!

www.zordis.com, 28.1.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Þetta blogg þykir aldeilis eiga erindi við umheiminn. Birtist í Sunnlenska í kvöld.

Eitt sinn birtist bloggfærsla eftir mig í Sunnlenska. Sú færsla fjallaði einnig um eins konar ágreining okkar hjóna (varðandi kaup á þessu ágæta blaði).

Það má því segja að við berum hjónabönd okkar á torg Gunna mín.

Sigþrúður Harðardóttir, 30.1.2008 kl. 23:12

4 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Ja, hérna hér!!

Guðrún S Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband