10.1.2008 | 18:56
Nýliðin áramót
Ég strengi þess heit að fara í megrun, lifa heilbrigðu líferni og kaupa mér hús, stóð á miðanum sem ég dró úr hattinum á gamlárskvöld. Stórfjölskyldan var samankomin heima hjá mér og við brugðum okkur í smá leik á milli þess sem horft var á heimatilbúna fjölskylduskaupið hennar Magnþóru og hins opinbera. Allir urðu að skrifa áramótaheit á blað og setja í hattinn. Ég gæti alveg hafa skrifað það sem ég dró nema þetta með húsið. Ég er að hugsa um að svíkja það heit. Mér líður vel í húsinu sem ég á núna og hef ekki hugsað mér að gera neina breytingu þar á. Það hefði auðvitað veri betra að eiga stærra hús um áramótin þegar 24 af 33 afkomendum mömmu og pabba komu saman til þess að fagna áramótum en þröngt mega sáttir sitja og þar við situr.
Svava Rán og fjölskylda varð líka að láta sig hafa lítið og þröngt herbergi þessa daga sem hún var hjá okkur en hún kvartaði ekki og ég held að henni hafa þótt alveg frábært að koma heim í 10 daga þrátt fyrir þrengsli. Okkur Simma fannst líka frábært að hafa velsku fjölskylduna hjá okkur þessa daga. Núna skiljum við Lúkas miklu betur, vitum hverju hann hefur gaman að og hann þekkir okkur betur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.