16.12.2007 | 19:35
Jólatónleikar
Viđ, Simmi minn, ákváđum í gćr ađ gera hlé á undirbúningi jólanna hér heima og undarbúa sálartetrin ađeins fyrir komandi hátíđ. Viđ fórum á jólatónleika í Skálholti, ţar sem lögđu saman krafta sína Kammerkór Suđurlands og Kammerkór Biskupstungna ásamt hljómsveit Gunnars Ţórđarsonar. Einsöngvararnir sem komu fram voru ekki af verri endanum en ţar trónir á toppnum Raggi Bjarna. Heila gallerínu stjórnađi svo stórsnillingurinn hann Hilmar Örn.
Ég fékk um mig léttan sćluhroll nokkrum sinnum vegna fagurs flutnings og tár komu í augun og kökkur fyllti hálsinn. Ég bara rćđ ekki viđ ţessar tilfinningar, ţćr ráđa yfir mér. Mér fannst ţess vegna ágćtt ţegar Simmi minn hallađi sér ađ mér, ţegar Ó helga nótt var flutt, og sagđi :
"Ég fć bara gćsahúđ!"
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ohh...ţađ er svo gott ţegar andinn fćr nćringu.
Sigţrúđur Harđardóttir, 19.12.2007 kl. 19:59
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.