Gleymska

Það er ekki einleikið hvað ég er orðin gleymin. Ég veit ekki alveg hvort á að flokka þetta undir elliglöp eða eitthvað þaðan af alvarlegra. Svefndoktorinn segir að minnistap geti orðið vegna svefnleysis. Ég hef alltaf vitað að langvarandi svefnleysi sé ekki nógu gott en ég var að vona að ég slyppi með eitthvað alvarlegt. Ég hef sofið alveg ágætlega að undanförnu en í „ den“ las ég heilu bækurnar á nóttinni eða horfði jafnvel á bíómynd. Kannski að minnistapið í dag sé afleiðing gamalla vökunótta.

Ég átti að mæta í upphitun klukkan 20:00 í gærkvöldi því jólatónleikarnir byrjuðu klukkan 20:30. Ég var með allt klárt, sem ég átti að sjá um,  þ.e. barmskrautið í söngfélagana og gjafirnar sem leigutenórarnir fengu og beið eftir að klukkan yrði rúmlega átta. Þegar ég mætti  upp í Ráðhús fannst mér skrýtið að enginn væri kominn á undan mér en ég kom mér fyrir með kassann með skrautinu tilbúin að næla í félaga mína þegar þeir mættu á svæðið. Allt í einu standa þeir allir fyrir aftan mig. Mér dauðbrá og spurði hvaðan í ósköpunum þeir hefðu komið.

„Við vorum að koma af upphitunaræfingu innan úr sal, “ svöruðu félagar mínir.

Ég hafði gleymt mér.

Ég gleymdi að fara í klippingu um daginn.

Ég gleymdi að ég er í jólakúlunefndinni og spurði hina í  nefndinni ekki einu sinni hvernig hefði gengið að skreyta jólatréð fyrir Litlu jólin.

Ég gleymdi í gær að hringja fyrir Svövu Rán á Sýsluskrifstofuna en ég gerði það áðan.

Ég gleymi nestinu mínu oft heima.

Ef ég fer út úr húsi með eitthvað annað meðferðis en veskið mitt þá gleymi ég veskinu og verð að snúa við.

Ég verð víst að lifa við þá staðreynd að ég er gleymin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Teflon.....

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 8.12.2007 kl. 00:59

2 identicon

Það er ekki hægt að segja það sama um unga fólkið.  Um helgina var Katrín Sigríður að borða hafragraut og gekk orðið heldur hægt. Ég byrjaði þá að segja henni að fá sér eina skeið fyrir afa, aðra fyrir ömmu, fyrir langafa og Nonna og svo framvegis. Allt í einu heyrist "og fyrir Simma." Ég verð að viðurkenna að missti andlitið. Við KS hittum Simma í hálftíma heima hjá afa í byrjun nóvember og hún man eftir honum. Það er því ekki hægt að segja annað en að Simmi sé eftirminnilegur. Biðjum að heilsa honum!

Harpa Guðfinns. (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 13:16

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Annað hvort er Simmi svona eftirminnilegur eða krakkinn svona bráðskarpur...nema hvort tveggja sé

Sigþrúður Harðardóttir, 10.12.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband