10.11.2007 | 10:33
Kjörþyngd
Í nokkur ár hef ég barist í því að komast niður í kjörþyngd án árangurs. Það eru þessi aukakíló sem þvælast fyrir og vilja alls ekki yfirgefa skrokkinn á mér hvað sem hugurinn segir. Það hefur verið tekið til á matardisknum, hamast í sölum líkamsræktar, synt og gengið, skokkað og hjólað.
Hver fann upp þessa kjörþyngd sem maður trúir að maður verði að vera í?
Fréttir dagsins eru að þetta sé bara plat. Lífslíkur þeirra sem eru 5-10 kílóum yfir kjörþyngd séu meiri en þeirra sem eru í kjörþyngd. Alla vega eru þeir í minni hættu hvað hjartasjúkdóma varðar og krabbamein.
Þarf þá ekki að breyta kjörþyngdinni?
Er ég kannski bara 5 kílóum of þung en ekki 15?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.