14.10.2007 | 20:05
Sunnudagssímtölin
Eiginmaðurinn, staddur úti á Sundahöfn: "Hvað segirðu ástin mín?"Hvað ertu að bauka? Ertu komin á fætur?"
Ég svaraði öllum þessum spurningum samviskusamlega. Ég sagði auðvitað allt fínt. Mér finnst nefnilega voða gott að væflast um á morgunsloppnum eins lengi og þorandi er á sunnudögum. Alveg þangað til klukkan er orðin það margt að einhver gæti farið að kíkja við. Ég var bara að fá mér morgunkaffið, sem er öðruvísi á sunnudögum en morgunmaturinn virka daga, Ég var líka á kafi í sunnudagskrossgátunni, sem stóð í mér til að byrja með eins og alltaf. Ég get aldrei klárað hana alveg, vantar alltaf eitt til þrjú orð.
Sonurinn, staddur heima hjá sér á Vesturgötunni: "Sæl, hvað segirðu? Er pabbi heima eða í vinnunni? Hvað er í kvöldmatinn?
"Pabbi er í vinnunni og ég er ekki búin að taka neitt úr fryst en ég geri það bara snöggvast og elda eitthvað þó ég sé ekki eins flínk og pabbi......
"Nei, nei, það yrði bara tvíverknaður."
"Ha?" "Tvíverknaður?"
"Já, ég yrði að endurtaka allt seinna með pabba fyrst hann er ekki heima!"
Dóttirin, stödd heima hjá sér í Wales: "Hæ, ég hringdi bara til að kvarta. Lúkas vill bara leika í bílaleik og ég nenni ekki að leika við hann í dag og mig vantar þig í nágrennið til að senda hann til og......"
Já, ég er ákaflega mikilvæg manneskja og gegni stóru hlutverki í lífi margra!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þú elskar og ert elskuð. Heppin.
Sigþrúður Harðardóttir, 15.10.2007 kl. 21:24
Mér finnst nú símtölin kunnugleg, frá Simma og Kalla sérstaklega, og man eftir konu sem hringdi reglulega í okkur öll bara til að athuga hvað við værum að gera, hverjir væru heima og hvað þeir væru að gera. Þegar maður var búin að svara þessu öllu samviskusamlega var sagt alltílagibless og svo greinlega hringt í næsta. Símtölin voru yfirleitt styttri en mínúta.
Þú ert heppin. Það er alltaf gott að vita að einhver athugi með mann.
Harpa Guðfinns. (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 10:42
Já. það yrði nú líklega lítið úr manni ef enginn hringdi, því ekki hringi ég svo oft...svo mikið er víst. En ég sakna símtalanna sem enduðu alltaf á orðunum...ég var bara að heyra í ykkur...
Ég nota þennan frasa stundum þegar ég rolast við að hringja í afkomendur mína.... bara svona að heyra í ykkur...
Veit í rauninni ekkert hvort þau skilja af hverju ég nota þessi orð....en geri það samt...
Guðrún S Sigurðardóttir, 19.10.2007 kl. 22:40
Var það Sigg´amma sem þið vitnið í?
Greinilegt að hún var ekki með símafælni eijns og sumir....
Sigþrúður Harðardóttir, 20.10.2007 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.