Rétt klædd

Það rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég var að tygja mig af stað í morgun, í áhættumat hjá Hjartavernd, þegar ég lenti fyrir 20 árum eða svo í hjartarannsókn og fór í nýju flottu samfellunni minni. Ég vissi ekki að ég yrði sett í þrekpróf á hjóli og varð að fara úr að ofan. Ég var tengd með vírum í einhverja vél og var látin hjóla í óratóma, að mér fannst. Þarna varð ég að hamast á hjólinu með brjóstin dinglandi út um allt. Þrír ungir karlmenn voru að sniglast í kringum mig. Ég hefði verið í haldara ef mig hefði grunað í hverju ég lenti.

Vegna þessarar reynslu fór ég ekki í samfellu í morgun en var þá auðvitað ekki sett á hjól í þrekpróf. Það verður bara gert ef lækni sýnist að þess þurfi eftir að ég fer í viðtalið, sem er seinni koma vegna áhættumatsins.

Það er alltaf jafn erfitt að vita hvernig maður á að vera klæddur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Í hvaða skóm fórstu?

Sigþrúður Harðardóttir, 23.8.2007 kl. 21:52

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Í þessum þarna, þú veist... æ, það tók smá stund að ákveða það en lukkaðist!

Guðrún S Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband